Hlutverk okkar
LEI Register skuldbindur sig til að veita framúrskarandi þjónustu og aðstoða fyrirtæki við að fylgja eftir fjármálareglugerðum, en þetta gerir okkur að mikilvægri stoð fyrirtækja um heim allan.
Við höfum náð því að vera meðal hraðvirkustu skráningaraðila LEI-kóða með aðstoð tækninnar. Forritaskil einfalda staðfestingu upplýsinga og sneiða hjá handavinnu frá einum aðila til annars. Við erum einnig með tengingu við staðbundnar fyrirtækjaskrár og getum þannig notað sjálfvirka útfyllingu til að greiða fyrir umsóknarferlinu.
Nýjasta framförin er umsjónarkerfið LEIAdmin sem er sérstaklega hannað fyrir fjármálastofnanir.
LEIAdmin gerir fjármálastofnunum kleift að bjóða viðskiptavinum sínum upp á umsókn um LEI-kóða með einum smelli, og einfaldar þannig umsókn og umsjón LEI-kóða. Fjármálastofnanir geta nýtt sér LEIAdmin til að stjórna LEI-kóðum allra viðskiptavina sinna á einum verkvangi og einfalda þannig umsjón þeirra.
Auk tækniframfara og nýstárlegra kerfa á borð við LEIAdmin höfum við sett á fót nýja staðla, t.d. endurnýjanlega áskrift til margra ára, en hún er einföld lausn til langtíma.
Við störfum nú á alþjóðavísu og erum með skrifstofur á mikilvægum svæðum til að geta veitt framúrskarandi þjónustu til fyrirtækja um heim allan.
- Stofnað
- 2018
- Lögsögur
- 300+
- Viðskiptavinir
- 328k+

Það er mjög spennandi að vera hluti af þróun og vexti LEI Register. Hjá okkur starfar hæfileikaríkt og þjónstuvænt teymi sem hefur gjörbreytt reynslu viðskiptavina okkar og mun áfram kappkosta við að flýta fyrir, einfalda og þróa ferlið enn frekar.