Flytja LEI

LEI flutningur kallast ferlið við að flytja LEI-kóðann þinn frá einum þjónustuaðila til annars. Í þessu ferli að skipta um þjónustuaðila mun LEI-kóðinn þinn haldast óbreyttur. Þetta ferli er ekki sýnilegt fyrir viðskiptavini á endanum. Hægt er að flytja LEI til betri og ódýrari þjónustuaðila hvenær sem er.

Af hverju er hægt að flytja LEI á milli aðila?

Alþjóðlega kerfið í kringum LEI hvetur til virkrar samkeppni milli útgefenda LEI og skráningaraðila, til hagsbóta fyrir lögaðila sem leitast við að sækja um LEI. Aðalhvatinn sem knýr þessa samkeppni áfram er verð og viðhald á LEI. Þetta útskýrir þann fjölbreytta verðmun sem þú munt sjá á mismunandi staðbundnum rekstrareiningum (LOU) og skráningarumboðum (RA).

Aðilar sem krefjast LEI-kóða er algjörlega frjálst að velja hvaða RA eða LOU þeir vilja eiga í samstarfi við. Það er því ekki nauðsynlegt að verða þér út um LEI hjá útgefanda í þínu eigin landi, þar sem LEI-kóðar eru staðlaðir og ekki hægt að gera greinarmun á kóðunum eftir því hver útgefandinn er.

Þar sem þú hefur frelsi til að velja LEI partner er þér líka frjálst að skipta um samstarfsaðila. Hægt er að flytja LEI á milli mismunandi þjónustuaðila, án takmarkanna.

Það er mikilvægt að hafa í huga að meðan á flutningi stendur mun ekki LEI kóðinn þinn, eða gögnin sem tengjast honum, ekki taka neinum breytingum. Þetta ferli er ekki sýnilegt fyrir viðskiptavini á endanum.


Hvenær er hægt að flytja LEI?

LEI er hægt að flytja hvenær sem er en í flestum tilfellum hefst ferlið í sambandi við árlega endurnýjun.


Hvernig flytur þú LEI?

  1. Umsókn – Ferlið í kringum flutning á LEI kóða hefst með því að sækja um endurnýjun eða flutning hjá nýjum LEI-þjónustuaðila.
  2. Staðfesting frá viðskiptavinum – Skráningaraðila er skylt að biðja þig um undirritað leyfisbréf (LoA), sem staðfestir beiðni þína um að flytja LEI kóðann.
  3. LOU samskipti – Þitt nýja LOU mun láta upprunalega LOU vita að þú viljir hefja flutning. Upprunalega LOU mun síðan hafa þrjá daga til að hafa samband við þig, reyna að fá þig til að skipta um skoðun og/eða staðfesta aftur ósk þína um að flytja. Ef engin mótmæli koma frá upprunalegu LOU eftir þrjá daga mun LEI-kóðinn verða gefinn út hjá nýja LOU.
  4. LEI flutningur – LEI verður fært yfir í nýtt LOU-umsjónarkerfi og endurnýjað þegar við á.
     

Hversu langan tíma tekur LEI flutningur?

Þar sem nokkrir mismunandi aðilar þurfa að koma að flutningsferlinu tekur það venjulega allt að 7 daga. En þú hefur heimild til að flýta ferlinu með því að hafa samband við þitt upphaflega LOU til að staðfesta beiðni þína um að flytja áður en nefndir þrír dagar eru liðnir.


Flytja LEI yfir í LEI Register

Við urðum leiðandi á markaði með því að bjóða lægsta verðið samhliða því að setja ánægju viðskiptavina okkar í algjöran forgang. Þess vegna fögnum við nýjum flutningum daglega og höfum lagt mikla vinnu í að gera flutning á LEI-kóða yfir í LEI Register eins einfaldan og hægt er.

Hvort sem þú ert að leita að flutningi löngu áður en komið er að því að endurnýja útgáfu á LEI eða ef það er stutt í endurnýjun, þá mælum við með því að þú skoðir síðuna okkar fyrir endurnýjun á LEI.

Veldu „flytja LEI“ og settu núverandi LEI eða nafnið á fyrirtækinu þínu inn í leitargluggann.

Þá munum við birta þér stöðuyfirlit og upplýsingar um LEI þitt og spyrja hvort þú viljir aðeins flytja eða bæði flytja og endurnýja LEI þitt.

Flutningur yfir í LEI Register mun ekki bara spara þér peninga heldur með endurnýjun til margra ára hjá okkur muntu geta falið okkur ábyrgðina á að endurnýja LEI fyrir árlegan gjalddaga.

Þetta mun koma í veg fyrir að þú lendir í vandræðum, eins og að færslum sé lokað vegna útrunnins LEI kóða.

Þegar þú endurnýjar LEI hjá okkur muntu geta valið á milli 1 árs, 3 ára og 5 ára tímabils.

  

 FLYTJA LEI NÚNA