Hvað kostar LEI-númer?

Alþjóðlega LEI kerfið (GLEIS) hefur verið sett upp með þeim hætti að kostnaður fyrir LEI getur verið mismunandi hjá ýmsum þjónustuaðilum. Að fá LEI-númer getur kostað þig hvað sem er á bilinu 9900kr og 25000kr, allt eftir því hjá hverjum þú ert að skrá þig. Þar sem þörf á því að uppfæra númerið árlega – mun kostnaðurinn fara hækkandi. Af þessum sökum hvetjum við þig til að fylgjast vel með verðinu og hafa það sérstaklega til hliðsjónar þegar þú skráir LEI-kóða.


Kostnaður við LEI-númer getur verið mismunandi

Útgáfa á auðkenni fyrir lögaðila, kallað LEI (Legal Entity Identifiers), er í umsjá The Global Legal Entity Identifier Foundation (GLEIF), stofnun sem ekki er rekin í hagnaðarskyni. Stofnunin gefur ekki út LEI-kóða sjálf, heldur er það falið opinberum og einkareknum fyrirtækjum, sem starfa sem staðbundnar rekstrareiningar (LOU). Ennfremur, til þess að fá LEI-kóða, þarftu að hafa samband við LEI-skráningarfulltrúa.

Því muntu geta séð að kostnaður við LEI-númerið er mismunandi eftir þjónustuaðilum. Í allri hreinskilni þá eru engir LEI-kóðar betri eða vandaðri en aðrir. GLEIS var stofnað til að draga úr allri áhættu og að í staðinn styrkja andstæða aðila í samningum eða fjármálaviðskiptum. Verðin á LEI eru ákvörðuð í samræmi við fjárskipulag stofnunarinnar sjálfrar og hafa ekkert með verðmæti LEI-kóðans að gera. Kóðinn er einfaldlega tæki sem gerir þér kleift að auðkenna lögaðila, sem eru virkir á fjármálamarkaði.

Eins og er, innheimtir GLEIF samtals 11 USD frá LOU, fyrir hverja umsókn í eitt ár. Það er mikilvægt að hafa í huga að gjaldið er ekki innifalið í upphafskostnaði hjá öllum skráningaraðilum og það gæti birst sem aukakostnaður í lokin á greiðsluferlinu. Sama gildir um virðisaukaskatt, 0% virðisaukaskattur gildir ef fyrirtækið er með gilt ESB virðisaukaskattsnúmer.

LEI Register er einn stærsti og ódýrasti skráningaraðilinn fyrir LEI um allan heim. Gjaldskráin hjá LEI register samanstendur af stofnskráningarkostnaði fyrir valið tímabil og GLEIF-gjaldi. Við staðfestum virðisaukaskattsnúmerið þitt í VIES (VAT Information Exchange System) gagnagrunninum og þegar það hefur verið staðfest er engum virðisaukaskatti bætt við.


Skráning LEI til margra ára

Til að vera viss um að gagnagrunnur LEI-kóðans sé viðeigandi og uppfærður er nauðsynlegt að endurnýja LEI-númerið þitt árlega. Þegar fresturinn rennur út verður LEI þitt óvirkt þar til það er endurnýjað. Til að auðvelda málið hefur LEI Register tekið fram sjálfvirka endurnýjun sem nær til margra ára. Það þýðir að til viðbótar við eins árs skráningu muntu geta valið um 3 eða 5 ára tímabil.

Þetta verður ekki aðeins hagkvæmara heldur tökum við á okkur þá ábyrgð að endurnýja gögn LEI-númersins þíns fullkomlega, með því að styðja okkur við opinbera fyrirtækjaskrá.


Lykilatriði

    • LEI-númerakostnaður er ákvarðaður af einstökum stofnunum, þess vegna getur hann verið mismunandi eftir mismunandi skráningaraðilum.
    • LEI kóða þarf að uppfæra árlega og þegar fresturinn rennur út er þátttaka á fjármálamörkuðum ekki lengur möguleg.
    • Til að lágmarka vesen hefur LEI Register útbúið skráningarkerfi sem nær til margra ára og tekur þannig á sig ábyrgðina að endurnýja LEI-gögnin þín fyrir valið tímabil. Það mun ekki aðeins spara þér tíma heldur mun það líka vera hagkvæmara!