Hvers vegna er LEI-kóði áskilinn?

LEI-kóði (Legal Entity Identifier) er áskilinn til að auka gagnsæi fjármálamarkaðarins. Framtakið var sett á fót í kjölfar efnahagskreppunnar 2008 í von um að sneiða hjá frekari alþjóðlegum efnahagskreppum af þessu tagi. LEI-kóði er nú áskilinn fyrir lögaðila sem starfa innan fjármálakerfisins í dag. Skrá yfir LEI-kóða fyrirtækja inniheldur opinberar upplýsingar sem hægt er að nálgast í gegnum alþjóðlegan gagnagrunn.


Hvers vegna voru LEI-kóðar búnir til?

Alþjóðlegt kerfi LEI-kóða (GLEIS) var þróað af G20 árið 2011 í kjölfar efnahagskreppunnar sem átti sér stað 2008. Þörfin á auknu gagnsæi fjármálakerfisins var þá augljós.

LEI-kóði er einkvæmur kóði sem gerir auðkenningu allra fyrirtækja eða lögaðila mögulega í gegnum alþjóðlegan gagnagrunn. LEI-kóðar eru 20 stafa langir og samsettir úr bók- og tölustöfum. 

Á sama hátt og þú sem ríkisborgari þarft að hafa kennitölu, þarf fyrirtækið þitt núna alþjóðlegt auðkennisnúmer.


Hver er tilgangur LEI-kóða?

Tilgangur LEI-kóða er einfaldur: að auðkenna lögaðila ókeypis í gegnum alþjóðlegan gagnagrunn. Þetta eykur öryggi alþjóðlegra fjármálaviðskipta, hraðar fyrir auðkenningu viðskiptavina (Know Your Customer) og bætir gagnsæi fjármálakerfisins í heild.

Í LEI-skrá fyrirtækis er að finna opinberar upplýsingar, svo sem nafn þess, heimilisfang, skráningarstað og hvort fyrirtækið sé útibú eða í eigu móðurfélags. Þú getur fengið aðgang að gagnagrunninum með leitarverkfæri LEI Register.


Hvað gerist ef ég endurnýja ekki LEI-kóðann?

LEI-kóði er ISO-staðall og hann er áskilinn fyrir öll fyrirtæki sem stunda fjármálaviðskipti eða sem starfa innan fjármálakerfisins í dag, sér í lagi innan Bandaríkjanna, Bretlands og ESB.

Mottóið „Engin viðskipti án LEI-kóða“ segir sig sjálft. Án LEI-kóða verða viðskipti útilokuð.

Sem stendur eru þeir lögaðilar sem þurfa að hafa LEI-kóða fjármálastofnanir, svo sem verðbréfamiðlanir, bankar, fjárfestinga- og tryggingafélög og lánasamvinnufélög. Einstaklingum ber ekki skylda til að hafa LEI-kóða enn sem komið er.

Ef fyrirtækið þitt er með LEI-kóða er það í samræmi við 184 alþjóðlegar reglugerðir sem gilda um notkun auðkennis lögaðila um heim allan, og það greiðir fyrir nýskráningu hjá fjármálastofnunum.

Nánari upplýsingar um þau sem þurfa LEI-kóða má finna hér.


Hvernig er LEI-kóðum úthlutað?

Eftir að G20 komu saman útnefndi Financial Stability Board (FSB) nýtt hugsjónafélag, Global Legal Entity Identifier Foundation (GLEIF), sem átti að sjá til þessa. Stofnunin sér ekki um úthlutun kóðanna heldur sjá opinber félög og einkafélög um það, en vísað er til þeirra sem staðbundinna rekstrareininga (LOU). Til að fá LEI-kóða þarftu þess að auki að hafa samband við skráningaraðila LEI-kóða.

Hlutverk okkar er að veita þér upplýsingar um LEI-kóða, vinna úr upplýsingum og sjá um samskipti staðbundinna rekstrareininga og lögaðila. Við vitum hversu dýrmætur tími þinn er og vinnum hörðum höndum að því að verða hraðvirkasti þjónustuveitandi LEI-kóða.


Það sem hafa þarf í huga

  • Alþjóðlegt kerfi LEI-kóða var sett á fót sem áreiðanleg upplýsingaveita sem úthlutar einkvæmum auðkennum til allra aðila sem stunda alþjóðleg fjármálaviðskipti.
  • LEI-kóði má fá í gegnum opinberan skráningaraðila LEI-kóða.
  • Opinber gagnagrunnur LEI-kóða er gjaldfrjáls og veitir sannvottaðar upplýsingar um samningsaðila þína.
  • „Engin viðskipti án LEI-kóða.“

Fáðu LEI-kóða í dag

7180kr /ár

Það tekur aðeins nokkrar mínútur að klára umsóknarferlið.

Sæktu um hér