Þarf að endurnýja LEI-kóða?
Alþjóðlegt kerfi LEI-kóða var sett á fót til að auka gagnsæi og nákvæmni auðkenningar lögaðila sem starfa innan fjármálakerfisins í dag. Til að halda gögnunum viðeigandi og uppfærðum þarf að endurnýja LEI-kóða árlega. Þegar endurnýjunarfresturinn rennur út breytist skráningarstaðan í „útrunninn“ og þú munt ekki geta stundað nein viðskipti fyrr en búið er að endurnýja kóðann.
Hver er gildistími LEI-kóða?
Til að tryggja gæði og áreiðanleika upplýsinga þarf að endurnýja LEI-kóðann árlega. Við endurnýjun LEI-kóða uppfærast skráningarupplýsingarnar sem tengjast viðkomandi lögaðila í gagnagrunni GLEIF. Valinn þjónustuveitandi eða staðbundin rekstrareining (LOU) þarf að sjá um endurnýjun einu ári eftir upprunalega skráningu.
Ef þú ert þegar með LEI-kóða en ert ekki viss um gildistíma hans geturðu séð hann í gagnagrunni LEI Register. Þegar endurnýjunarfresturinn er útrunninn verður LEI-kóðinn óvirkur þar til þú endurnýjar hann. Hafðu í huga að hverjum lögaðila er aðeins úthlutað einum LEI-kóða (20 stafa kóða úr bók- og tölustöfum). Þetta þýðir að þú getur ekki fengið nýjan kóða, heldur aðeins endurnýjað þann sem fyrir er.
Hvað gerist ef ég endurnýja ekki LEI-kóðann?
Um leið og fresturinn rennur út verður LEI-kóðinn óvirkur og skráningarstaðan breytist í „útrunninn“. Þetta getur valdið miklum óþægindum þar sem þú munt ekki geta tekið þátt í fjármálamörkuðum eða stundað viðskipti fyrr en þú hefur endurnýjað LEI-kóðann.
Hvernig er LEI-kóðinn endurnýjaður?
Endurnýjunarferli LEI-kóðans er einfalt:
- Færðu LEI-kóðann eða heiti fyrirtækisins inn á umsóknareyðublaðið.
- Eyðublaðið verður sjálfkrafa útfyllt með núgildandi upplýsingum GLEIF-gagnagrunnsins (þú getur leiðrétt upplýsingarnar ef þeim var breytt á árinu).
- Sendu umsóknareyðublað um endurnýjun LEI-kóða inn.
- Við sjáum um að endurnýja kóðann.
Hvernig er hægt að flytja LEI-kóða?
Hægt er að flytja LEI-kóða til að tryggja að viðskiptavinir geti valið það sem hentar þeim best. Við erum hraðvirkasti og hagstæðasti þjónustuveitandinn á markaðnum og þar sem margir viðskiptavinir hafa kosið að flytja LEI-kóðann sinn til okkar erum við orðin að einum stærsta þjónustuveitanda LEI-kóða í heimi.
LEI-kóði helst óbreyttur þó hann sé fluttur. Allir LEI-kóðar eru gildir í hverri lögsögu og þjónustuveitendur á sviði fjárfestinga munu ekki geta greint muninn á LEI-kóða eftir útgáfuaðila LEI-kóðans/staðbundinni rekstrareiningu (LOU).
Endurnýjun til margra ára
Við hjá LEI Register vitum hversu tímafrekt það er að endurnýja LEI-kóðann á hverju ári. Til að auðvelda hlutina bjóðum við upp á sjálfkrafa endurnýjun svo þú getir einbeitt þér að fyrirtækinu. Til viðbótar við eins árs áskrift geturðu valið þrjú eða fimm ár.
Þetta sparar ekki aðeins kostnað, heldur sjáum við um að endurnýja upplýsingar LEI-kóðans með opinberri fyrirtækjaskrá.
Það sem hafa þarf í huga
- Til að halda gagnagrunni LEI-kóða nákvæmum verðurðu að endurnýja LEI-kóðann árlega.
- Það gæti skapað mikil óþægindi ef LEI-kóðinn er ekki endurnýjaður þar sem það gæti hindrað viðskipti.
- Þar sem hægt er að flytja LEI-kóða geturðu skipt um þjónustuveitanda hvenær sem er.
- Endurnýjun LEI-kóða er einföld. Þú þarft að staðfesta upplýsingarnar þínar og senda inn umsóknareyðublaðið.
- LEI Register býður upp á sjálfvirka endurnýjun í ákveðinn árafjölda, en þá sjáum við um að endurnýja upplýsingar LEI-kóðans í ákveðinn tíma.